Hildur Björnsdóttir ræddi minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll
Á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll, gerðist það, sem sjaldan gerist, að Hildur Björnsdóttir, sem skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar Reykjavíkur, og var framsögumaður á fundinum, gerði að umtalsefni minnkandi fylgi flokksins á landsvísu og þá ekki sízt meðal yngri kjósenda.
Hildur vill snúa þessari þróun við og telur að þáttur í því sé að leggja meiri áherzlu á grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins.
Þótt minnkandi fylgi flokksins hafi blasað við, aðallega frá hruni, hefur það lítið verið rætt á vettvangi Sjálfstæðisflokksins.
Vonandi er ræða Hildar Björnsdóttur í dag til marks um að þar sé að verða breyting á.
Gallup-könnun, sem birt var í gærkvöldi sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera fastur í u.þ.b. 25% fylgi, sem þýðir að hann hefur tapað 12-13 prósentustigum frá meðaltalsfylgi sínu fyrr á tíð.
Hitt sem vakti athygli á fundinum var að sá órói, sem merkja má í samfélaginu er byrjaður að koma fram á fundi sem þessum í fyrirspurnum og athugasemdum fundarmanna. Á undanförnum mánuðum hefur þess ekki gætt í jafn ríkum mæli og nú.
Hvoru tveggja er jákvæð þróun og líkleg til að verða Sjálfstæðisflokknum til framdráttar.
Segir Styrmir Gunnarsson, f.v. ritstjóri Morgunblaðsins.
Hildur vill snúa þessari þróun við og telur að þáttur í því sé að leggja meiri áherzlu á grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins.
Þótt minnkandi fylgi flokksins hafi blasað við, aðallega frá hruni, hefur það lítið verið rætt á vettvangi Sjálfstæðisflokksins.
Vonandi er ræða Hildar Björnsdóttur í dag til marks um að þar sé að verða breyting á.
Gallup-könnun, sem birt var í gærkvöldi sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera fastur í u.þ.b. 25% fylgi, sem þýðir að hann hefur tapað 12-13 prósentustigum frá meðaltalsfylgi sínu fyrr á tíð.
Hitt sem vakti athygli á fundinum var að sá órói, sem merkja má í samfélaginu er byrjaður að koma fram á fundi sem þessum í fyrirspurnum og athugasemdum fundarmanna. Á undanförnum mánuðum hefur þess ekki gætt í jafn ríkum mæli og nú.
Hvoru tveggja er jákvæð þróun og líkleg til að verða Sjálfstæðisflokknum til framdráttar.
Segir Styrmir Gunnarsson, f.v. ritstjóri Morgunblaðsins.
Umræða