Veðurhorfur á landinu
Breytileg átt 3-8 m/s. Dálitlir skúrir á Suður- og Vesturlandi, en bjartviðri um landið norðan- og austanvert. Hiti 3 til 8 stig að deginum.
Vestan 5-10 m/s á morgun, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Gengur í norðvestan 10-15 um landið norðaustanvert með dálítilli vætu. Hiti 3 til 12 stig yfir daginn, hlýjast á Suðausturlandi. Spá gerð: 03.05.2019 18:12. Gildir til: 05.05.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt á landinu. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst. Útlit fyrir vægt næturfrost á Norður- og Austurlandi.
Á mánudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Dálitlar skúrir sunnanlands, en skýjað og þurrt um norðanvert landið. Hiti 2 til 10 stig að deginum, svalast með austurströndinni.
Á þriðjudag:
Austan og norðaustan átt, víða 5-10 m/s, en 10-15 m/s norðvestantil. Skýjað og úrkomulítið um landið norðanvert, en skúrir sunnanlands. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Útilit fyrir norðan og norðaustanátt með dálitlum éljum á norðan- og austanlands, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki um norðanvert landið, en að 7 stigum á Suðurlandi.
Spá gerð: 03.05.2019 21:12. Gildir til: 10.05.2019 12:00.