,,Lífeyrissjóðirnir skulda þjóðinni 1.600 milljarða“
Guðmundur Franklín Jónsson kom víða við eins og fyrri daginn í vikulegum pistli sínum sem var fróðlegur að vanda. Hann talaði um spillinguna í kvótakerfinu og að gefa ætti strandveiðar frjálsar, þetta heimatilbúna kerfi væri ,,bara æðislegt fyrir örfáa aðila sem græða á spillingunni.“ Þá fjallaði hann einnig um varðhunda kvótakerfisins og gerði grín að Guðna Ágústsyni.
Þá var mjög athyglivert að hlusta á greiningu hans á lífeyriskerfinu á Íslandi sem er rotið og spillt og bendir á að það sé jafnvel betra fyrir fólk að taka ekki þátt í því. Í lok pistilsins óskar hann Elítunni til hamingju með ofurlaunahækkunina þann 1. maí á baráttudegi láglaunafólks og bendir á að Guðni Th. Jóhannesson forseti, hafi samþykkti ofulaun ráðamanna og Elítunar með því að skrifa undir lög þess efnis og væri þar með ábyrgur fyrir þeim gjörningi. Áhugaverð yfirferð yfir stöðuna í dag í spilaranum hér að neðan: