-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Morg­un­blaðið rek­ið með 110 millj­óna króna hagnaði

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Árvak­ur hf., út­gef­andi Morg­un­blaðsins, mbl.is og K100, var rek­inn með 110 millj­óna króna hagnaði í fyrra en árið á und­an var tapið 75 millj­ón­ir. Móður­fé­lag Árvak­urs, Þórs­mörk ehf., var rekið með 186 millj­óna króna hagnaði, en tap þess var 62 millj­ón­ir árið 2020. Tekj­ur Þórs­merk­ur námu 4,9 millj­örðum króna og juk­ust um tæp­ar þrjú hundruð millj­ón­ir á milli ára, samkvæmt frétt blaðsins í dag.

Þá segir að annað dótt­ur­fé­lag Þórs­merk­ur, Ár og dag­ur ehf., hafi keypt hús­næðið þar sem rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Árvak­urs séu ásamt ann­arri starf­semi ótengds aðila. Há­deg­is­mó­a 4 við hlið prent­smiðju­húss sam­stæðunn­ar í Há­deg­is­mó­um 2, sem er einnig í eigu dótt­ur­fé­lags Þórs­merk­ur og er 6.476 fer­metr­ar að stærð. Skrif­stofu­húsið, sem er 3.852 fer­metr­ar að stærð, var í eigu fast­eigna­fé­lags­ins Reg­ins hf. Kaup­verðið var 1.590 millj­ón­ir króna.

Hagnaður Þórs­merk­ur fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og skatta, EBITDA, nam 420 millj­ón­um í fyrra en var 190 millj­ón­ir árið áður. Eign­ir um síðastliðin ára­mót námu tæp­um 2,5 millj­örðum króna en voru tæp­ir 2,4 millj­arðar ári fyrr. Eig­in­fjár­hlut­fall var 35% í árs­lok 2021, en hafði verið 25% í árs­lok 2020.