Umboðsmanni hafa undanfarið borist erindi er lúta að sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka hf. Að svo stöddu telur umboðsmaður ekki skilyrði til að embættið fjalli efnislega um þessar kvartanir eða taka málefni tengd sölunni upp að eigin frumkvæði.
Helgast sú afstaða meðal annars af því að Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni fjármála- og efnahagsráðherra um að gera úttekt á útboðinu. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafið rannsókn á tilgreindum þáttum sölunnar. „Ennfremur hefur komið fram í fjölmiðlum að Alþingi kunni sjálft að hlutast til um rannsókn málsins með skipun sérstakrar rannsóknarnefndar þegar úttekt Ríkisendurskoðunar liggur fyrir,“ segir á vef Umboðsmanns Alþingis.
Umræða