Hugleiðingar veðurfræðings
Hæðarhryggur liggur yfir landinu í dag. Víða má gera ráð fyrir sólríku veðri og hægum vindi, en suðaustantil á landinu verður skýjað og lítilsháttar væta á stöku stað. Yfirleitt fremur hlýtt að deginum, hiti víða 9 til 14 stig, en heldur svalara austast á landinu.
Í kvöld snýst í sunnanátt og þá þykknar smám saman upp vestanlands. Á morgun er útlit fyrir sunnan og suðvestan stinningsgolu eða strekking og dálitla vætu með köflum, en að mestu bjart eystra og þar hlýnar í veðri. Spá gerð: 03.05.2025 06:31. Gildir til: 04.05.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Breytileg átt 3-8 m/s og víða bjartviðri, en skýjað og lítilsháttar væta suðaustantil. Hiti víða 6 til 14 stig að deginum, mildast um landið vestanvert.
Vaxandi sunnanátt og þykknar upp vestanlands í kvöld, sunnan og suðvestan 5-13 á morgun og dálítil væta af og til, en bjart með köflum eystra og hlýnar heldur.
Spá gerð: 03.05.2025 09:07. Gildir til: 05.05.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðlæg átt, 5-13, hvassast vestantil og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á þriðjudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 með rigningu eða skúrum, en yfirleitt hægari og bjart með köflum eystra. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Suðvestan 8-13 og víða rigning eða skúrir. Hiti 4 til 15 stig, svalast norðvestantil.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir ákveðna suðvestlæga átt með skúrum eða slydduéljum um landið vestanvert, en þurrt að kalla fyrir austan. Kólnar í veðri.
Á föstudag:
Útlit fyrir ákveðna suðvestlæga átt með skúrum um landið vestanvert, en þurrt að kalla fyrir austan. Kólnar í veðri. Spá gerð: 03.05.2025 08:15. Gildir til: 10.05.2025 12:00.