Sjúkraflutningamenn á Höfuðborgarsvæðinu færðu 9 ára stúlku nýjan reiðhjólahjálm eftir að hafa flutt hana mikið slasaða af vettvangi þegar hún varð fyrir bíl á Sogavegi.
Stúlkan er á góðum batavegi en hjálmurinn hennar var ónýtur svo áhöfnin af báðum sjúkrabílunum sem komu á vettvang ákvað að fagna því með henni að allt endaði vel. Lífsnauðsynlegt er að muna eftir að minna börnin á að nota hjálmana og auðvitað alla sem að eru á hjólum, því að þeir geta skilið á milli lífs og dauða.
Umræða