Namibísk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð Interpol við rannsókn á Samherjaskjölunum í níu löndum, meðal annars á Íslandi og í Noregi. Þetta kemur fram á vef namibíska fjölmiðilsins Informante. Mennirnir sex sem eru ákærðir í málinu, verða ekki látnir lausir. Þetta kom fram á vef ríkisútvarpsins áðan en þar segir jafnframt:
Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir í samtali við fréttastofu að embættið hafi verið í samskiptum við Interpol. Hann gæti þó ekki tjáð sig neitt frekar um málið. Hann hefur jafnframt sagt við fréttastofu að nokkrar réttarbeiðnir hafi borist frá Namibíu og þær séu í sínum farvegi. Þá hafi hann verið í samskiptum við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu.
Á vef Informante kemur fram að mennirnir hafi krafist þess að vera sleppt þar sem ekkert væri vitað hvenær rannsókn yfirvalda myndi ljúka. Hún hefði staðið yfir síðan 2014.
Hér er hægt að lesa frétt ríkisútvarpsins
Á vef Informante kemur fram að mennirnir hafi krafist þess að vera sleppt þar sem ekkert væri vitað hvenær rannsókn yfirvalda myndi ljúka. Hún hefði staðið yfir síðan 2014.
Hér er hægt að lesa frétt ríkisútvarpsins
Umræða