Hugleiðingar veðurfræðings
Áframhaldandi suðvestlægar áttir næstu daga með vætu um vestanvert landið, en að mestu þurrt og bjart með köflum fyrir austan. Þar mun einnig vera hlýjast en í dag spáir upp í 20 stiga hita. Á morgun og næstu daga mun hins vegar kólna heldur í veðri.
Í kvöld bætir í rigningu á norðvestanverðu landinu og framan af morgundeginum. Spá gerð: 03.06.2023 06:44. Gildir til: 04.06.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan og vestan 5-13 m/s, en bætir heldur í vind upp úr hádegi. Hvassast norðvestantil og með suðausturströndinni. Skýjað og dálítil væta með köflum, en bjartara á austanverðu landinu og yfirleitt þurrt. Bætir í úrkomu norðvestantil í kvöld.
Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi.
Suðvestan 3-10 á morgun og rigning með köflum, en þurrt fyrir austan. Kólnar heldur. Spá gerð: 03.06.2023 05:04. Gildir til: 04.06.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, en 8-13 með suðausturströndinni. Skýjað að mestu og stöku skúrir, hiti 7 til 12 stig. Bjart með köflum á Suðaustur- og Austurlandi með hita að 17 stigum.
Á þriðjudag:
Svipað veður áfram, en kólnar heldur.
Á miðvikudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-10 og stöku skúrir, en bjartviðri suðaustantil. Hiti 6 til 13 stig.
Á fimmtudag og föstudag:
Suðlæg átt og rigning með köflum, en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 03.06.2023 08:17. Gildir til: 10.06.2023 12:00.