Eldur kom upp í einbýlishúsi í Garðabæ og voru allar stöðvar slökkviliðs sendar á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en töluverðar skemmdir eru á eigninni. Fjórum einstaklingum var bjargað út ásamt einum ketti.
Mörg verkefni voru hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring. Sjúkrabílar fóru í 135 verkefni þar af voru 80 flutningar á 12 tíma sunnudags dagvakt, hinn hlutan afgreiddi næturvaktin og er þetta er mjög mikill erill miðað við hefðbundna sunnudaga. Dælubílar fóru í átta verkefni.
Myndin er frá vettvangi í nótt en þar má sjá reykkafara að störfum í gegnum brotin glugga. Góð áminning er að það þurfa allir að vera með reykskynjara, þeir bjarga lífi.
Umræða