-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Mesta magn sterkra fíkniefna í sögunni

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Við komu ferjunnar Norrönu til Seyðisfjarðar fimmtudaginn 1. ágúst sl. stöðvuðu tollverðir tvo erlenda karlmenn. Í ljós hefur komið að í vörslum þeirra var mikið magn fíkniefna. Að sögn lögreglunnar.
Lögreglan á Austurlandi í samvinnu við lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu fer nú með rannsókn málsins sem er á frumstigi. Kærðu voru leiddir fyrir Héraðsdóm Austurlands og voru nú fyrir hádegi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tvær vikur að kröfu lögreglustjóra. Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og verða ekki gefnar frekari upplýsingar að svo stöddu.
Fíkniefnin sem tollverðir fundu í fólksbíl í Norrænu á fimmtudag er eitt mesta magn af sterkum fíkniefnum sem lagt hefur verið hald á eða fleiri tugir kílóa, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Tveir Evrópubúar hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að að fíkniefnin sem fundust séu eitt mesta magn af sterkum efnum sem lagt hefur verið hald á hér á landi í einu.
Mesta magn af sterkum fíkniefnum sem lögreglan hefur fundið í einu hér á landi var í Papeyjarmálinu fyrir rúmum tíu árum. Þar hlutu sex menn dóm fyrir að smygla til landsins 55 kílóum af amfetamíni og 9.400 e-töflum.