70 mál bókuð á tímabilinu 17.00 – 05.00
Tveir voru vistaðir í fangageymslu. Fimm voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis/fíknefna.
Tíu mál voru vegna kvartana yfir hávaða og ónæði, þá voru þrjár líkamsárásir tilkynntar. Tvær áttu sér stað við skemmtistaði og ein við verslun í austurborginni. Þolendur hlutu andlits -og höfuðáverka. 2 fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttökuna í Fossvogi. Gerendur voru farnir af vettvangi.
Einnig voru nokkur önnur mál vegna slagsmála og óláta en þau voru yfirstaðin er lögregla kom á staðinn og líklega verða ekki eftirmál.
Umræða