Hugleiðingar veðurfræðings
Alldjúp lægð hringsólar fyrir sunnan land, en henni fylgir austan- og norðaustankaldi eða -strekkingsvindur, jafnvel hvassviðri syðst, þ.e. frá Eyjafjöllum austur í Öræfi. Dregur síðan smám saman úr vindi eftir hádegi.
Varasamar aðstæður geta skapast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind auk þess sem vindurinn mun án efa valda útilegu- og útivistarfólki vandræðum.
Í öðrum landshlutum verður hægari vindur og væta með köflum, en yfirleitt þurrt og milt á vestanlands og í innsveitum á Norðurlandi.
Austankaldi eða -strekkingur og dálítil rigning á sunnanverðu landinu á morgun, en þurrt að kalla norðan heiða. Önnur lægð nálgast sunnan úr hafi um kvöldið og hvessir þá talsvert úr norðaustri með samfelldri rigningu suðaustanlands.
Að morgni frídags verslunarmanna er síðan spáð leiðindaveðri, hvassri norðaustanátt með rigningu um allt land. Þeim sem eiga eitthvað undir veðri er bent á að fylgjast vel með veðurspám og -viðvörunum.
Spá gerð: 03.08.2024 06:26. Gildir til: 04.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 13-20 syðst á landinu fram eftir degi. Yfirleitt þurrt á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands, annars rigning með köflum og þokuloft með austurströndinni.
Austan 8-15 og dálítil rigning sunnantil á morgun, hvassast syðst, en bjart með köflum fyrir norðan. Gengur í norðaustan 15-20 með samfelldri rigningu suðaustantil annað kvöld. Hiti yfirleitt 10 til 18 stig, hlýjast vestan- og norðanlands. Spá gerð: 03.08.2024 10:01. Gildir til: 05.08.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Norðaustan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil en einnig um tíma við suðausturströndina fram eftir morgni, en lægir síðan sunnan- og austanlands. Rigning víða um land, staðbundin talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum og einnig á Ströndum. Þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 16 stig, mildast vestanlands.
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt, 3-10 m/s. Rigning norðantil á Vestfjörðum, rigning af og til suðaustantil, en annars stöku síðdegisskúrir. Þokuloft við norðvestur- og austurströndina. Hiti 8 til 17 stig, svalast í þokulofti.
Á miðvikudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Rigning austast, skýjað en úrkomulítið fyrir norðan, en bjart með köflum sunnanlands og stöku síðdegisskúrir. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnlands.
Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt. Rigning eða súld, en síðdegisskúrir suðvestanlands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast suðvestantil.
Á föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt. Skýjað og lítilsháttar væta í flestum landshlutum. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 03.08.2024 08:28. Gildir til: 10.08.2024 12:00.