Tilkynnt var um umferðarslys á gatnamótum í miðborginni. Bifreið var ekið á rafhlaupahjól og féll ökumaður hjólsins á framrúðu bifreiðarinnar og farþegi hjólsins féll á götuna.
Ökumaður hjólsins fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild til skoðunar en ökumaður bifreiðarinnar og farþegi á hjólinu sagðir án meiðsla. Ökumaður bifreiðarinnar grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Ökumaður rafhlaupahjólsins er grunaður um ölvun við akstur.
Umræða