Suðurland -Hvassviðri eða stormur – Gult ástand

Faxaflói – Hvassviðri eða stormur (Gult ástand)
4 okt. kl. 16:00 – 5 okt. kl. 09:00
Hvassviðri eða stormur, 18-25 m/s, hvassast sunnantil. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundi yfir 35 m/s, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki, einkum fyrir þau sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Miðhálendið – Stormur eða rok (Gult ástand)
4 okt. kl. 12:00 – 5 okt. kl. 15:00
Stormur eða rok, 20-28 m/s. Búast má við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, 30-40 m/s og sandfoki. Varasamar eða hættulegar aðstæður fyrir ferðamenn. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 13-18 m/s og rigning með köflum, hvassast við suðvesturströndina, en mun hægari og bjartviðri N- og A-lands. Gengur í suðaustan 15-25 á morgun, hvassast SV til. Skýjað og þurrt að mestu, en fer að rigna S og V til um kvöldið. Hiti 4 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðaustan 13-23 m/s, hvassast syðst og rigning á S-verðu landinu, jafnvel mikil úrkoma á SA-landi, en þurrt að kalla fyrir norðan. Dregur heldur úr vindi er líður á daginn. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á N-landi.
Á sunnudag:
Suðlæg átt, strekkingur og rigning austast, en annars hægari, bjart með köflum og hiti 6 til 12 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Allhvöss eða hvöss austlæg átt með talsverðri rigningu A-til, en úrkomulítið V-lands og áfram milt í veðri.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með rigningu N-lands, en víða bjartviðri fyrir sunnan og kólnar lítillega.
Spá gerð: 03.10.2019 20:01. Gildir til: 10.10.2019 12:00.