Staðfest hefur verið að allir borgarar ESB ríkjanna geti sótt um fiskveiðikvóta í Noregi á grundvelli EES samningsins, þetta staðfestir bæði utanríkisráðherra Noregs og Fiskistofan þar í landi
Á ársfundi um sjávarútvegsmál í Bodø í Norður Noregi kom þetta fram nýlega, þ.e. að allir ríkisborgarar í ESB ríkjunum gætu sótt um fiskveiðikvóta í Noregi og útlendingar ef þeir væru búsettir þar. Þá geti þessir aðilar einnig sótt um sérstakan nýliðunarkvóta á báta sem eru undir 15 metrum sem þeir hafa heimild til þess að eiga í Noregi. En mjög mikið tillit er tekið til nýrra aðila í útgerð í Noregi og fá sumir þeirra úthlutaðan sérstökum fiskveiðikvóta gefins frá ríkinu til þess að hefja útgerð.
Þá fá bátar undir 15 metrum að veiða þorsk án kvóta, ár hvert, á ákveðnum svæðum og ýsa og ufsi eru ekki kvótasett í öllum tilvikum heldur. En vísindaleg og fagleg fiskveiðistjórnun í Noregi hefur skilað sér í mjög miklum og auknum afla ár eftir ár. Á meðan ekkert hefur gengið að auka veiðar á Íslandi þau 30 ár sem hið umdeilda kvótakerfi var sett á hér á landi.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/09/01/islenskar-veidiheimildir-verdi-ad-kvota-fyrir-esb-rikin/
https://gamli.frettatiminn.is/2019/03/11/17-ara-og-keypti-ser-bat-og-kominn-i-blomlega-utgerd/