Þúsundir barnaníðinga hafa athafnað sig innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá því um miðja síðustu öld. Rannsóknarskýrsla óháðrar nefndar er væntanleg á þriðjudaginn kemur. Þetta kemur fram í samtali AFP-fréttastofunnar við Jean-Marc Sauve stjórnanda nefndarinnar sem rannsakað hefur barnaníðsmál innan kirkjunnar en Rúv.is greinir frá málinu í dag.
Þar segir að málið hafi verið í rannsókn í um tveggja og hálfs árs skeið og hún sé mikil að vöxtum eða um 2.500 blaðsíður og Sauve segir að reynt sé að greina fjölda brotamanna og fórnarlamba þeirra.
Hann segir að lágmarki 2.900 til 3.200 níðinga hafa stundað athæfi sitt á þessum árum og að það séu prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar. Í skýrslunni verður einnig varpað ljósi á hvernig og hvers vegna níðingarnir gátu haldið hegðan sinni óáreittir áfram innan kirkjunnar eins og fram kemur í frétt rúv.is.
Umræða