Áhöfnin á TF-LIF aðstoðaði Bláa herinn í vikunni með því að sækja 17 troðfulla sekki af fjörurusli sem vaskur hópur hafði fyllt í nokkrum ferðum sínum við Húshólma í nágrenni Grindavíkur. Samtals var um 1200 kíló af rusli ferjað í ruslagám í fimm ferðum þyrlunnar. Landhelgisgæslan er stolt af því að geta aðstoðað í verkefni sem þessu enda skiptir það okkur öll máli að landið okkar sé hreint og fagurt. Gæslan vakti athygli á málinu:
Umræða