SÁÁ er hætt samstarfi um rekstur spilakassa í spilavíti því er ber hið þjóðlega nafn Íslandsspil. Þarna bankaði samviskan á dyrnar. En langstærsti eigandi spilavítisins Rauði Krossinn á Íslandi hefur ekki heyrst neitt slíkt óþægilegt bank. Framkvæmdastjórinn lýsti því yfir í fréttum í gær að Rauði Krosinn væri ekki að fara að draga sig og sína út úr spilavítinu.
Rökin væru þau að spilun hefði aukist svo mjög á netinu og það færu miklir peningar til útlanda sem ekki væru greiddir af skattar og skyldur á Íslandi. Svo hefði samkeppin aukist við hin erlendu spilavíti. Já og svo færu þessir blóðpeningar í svo góð málefni svo sem hughreystingingarsímann sem væri ætlaður þeim sem væru á barmi örvæntingar. Ekki minntist framkvæmdastjórinn á hinn fríða flokk lögfræðinga er vaktar hér innflytjendur er hafa lent í kerfinu.
Sú spurning er áleitin hvort ekki væri rétt hjá Rauða Krossinum að setja upp sérstakan hughreystingarsíma fyrir spilafíkla á barmi örvæntingar. Nóg er væntanlega framboðið af fyrrum fíklum sem hafa tapað aleigunni í spilavítinu með fallega nafnið.
Nú og svo hefur ekkert frést af lögfræðingahernum þegar uppboðin á heimilum spilasjúklinganna á sér stað.