Tilkynnt var um umferðarslys í efri byggðum Kópavogs upp úr klukkan sex í gær.
Ekið var á 9 ára dreng á rafmagnshlaupahjóli.
Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild til aðhlynningar.
Samkvæmt upplýsingum sem bárust nokkru síðar, frá forráðamanni drengsins, var hann marinn og aumur en ekki brotinn eftir slysið.
Umræða