Leiguflugvél tók á loft frá Keflavíkurflugvelli stundarfjórðung fyrir klukkan fimm á leið til Aþenu, höfuðborgar Grikklands. Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í nótt þar sem tvær rútur biðu við vélina sem beið á vellinum. Önnur rútan var þéttsetin lögreglumönnum en dregið var fyrir glugga hinnar. Lögreglumaður staðfesti í samtali við fréttastofu að einhvers konar aðgerð væri í gangi en ekki um eðli hennar. Þetta kemur fram á vef ríkisútvarpsins.
Ekkert hefur verið gefið upp um eðli aðgerðarinnar en tvær rútur héldu svo í átt til Reykjanesbæjar og að flugvellinu. Lögreglumenn sátu í annarri en dregið var fyrir glugga hinnar.
Senda á hóp hælisleitenda til Grikklands
Í fréttum í gærkvöld kom fram að hópur hælisleitenda yrði sendur til Grikklands í dag. Hælisleitendur hafa verið handteknir undanfarna daga og þrír sitja í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Lögmaður fimm manna fjölskyldu sem verður send úr landi á morgun fordæmir aðgerðir lögreglu og segir þær eins ómannúðlegar og hugsast getur.
Hér er hægt að lesa frétt rúv.is um málið.
Umræða