,,Fiskurinn er eign fólksins“
Nýjar reglur verða að koma í veg fyrir að kvóta sé safnað á of fáar hendur og hér er um lokatillögu Fiskistofu að ræða. Fiskistofa telur að enginn útgerðaraðili eigi að geta ráðið yfir meira en 1,5 prósent af kvóta við strendur landsins í þorski, ufsa og ýsu til afnota, tímabundið, á hverju almanaksári.
Yfirlýsingin er birt í Fiskeribladet þar sem fram kemur að um sé að ræða endanlega ákvörðun Fiskistofunnar í Noregi um úthlutun á fiskikvóta til afnota til útgerða í Noregi innan hvers fiskveiðiárs. Harðar deilur hafa verið um kvótakerfið í Noregi eins og á Íslandi og segir fólk þar að kerfið standist ekki stjórnarská landsins né lög.
Þjóðareign
,,Fiskurinn er eign fólksins þar sem allir eiga sama magn og enginn á meira en hver annar. Bæði Alþjóðadómstóllinn og Siglingadómstóllinn og norskir dómstólar hafa samþykkt þetta eftir að staðfest var að Magnús Lagabøter konungur Noregs, gaf fólkinu hafið að gjöf á 12. öld.
Í hernum eiga allir Norðmenn jafnan rétt á að lifa, það sama gildir um aðgang allra að hafinu. Svo er hér einhver kontór sem er kölluð Fiskistofa og gráðugir forstjórar, braskarar og spákaupmenn sem þykjast eiga lifandi fisk í sjónum með tilheyrandi altjóni og byggðarröskun fyrir fólkið í sjávarplássum um allt land. Það er gott að það er búið að leiðrétta þennan misskilning þeirra fyrir fullt og allt.“ Segir sjómaður í Noregi.
Discussion about this post