Fátækir eiga í meiri vanda fyrir jólin nú en oft áður
,,Stór hópur í samfélaginu kvíðir jólunum og veit ekki hvernig hann á að gefa börnum sínum jólagjafir. Fátækir eiga erfiðara nú en oft áður“ Þetta segir Ásta Þórdís Skjalddal samhæfingarstjóri PEPP, grasrótarsamtaka fátækra á Íslandi í viðtali við Rúv.
Miklu fleiri nýir að leita aðstoðar í ár
Pepp eru félagasamtök sem aðstoðar þá sem glíma við fátækt og félagslega einangrun og eru hluti af alþjóðlegum samtökum sem starfa í 32 löndum og hafa verið starfrækt á Íslandi í 10 ár. „Það eru miklu fleiri nýir að leita aðstoðar í ár.“
Laun og bætur hafa ekki hækkað til jafns við verðlag síðustu mánuði
„Þeir sem leita sér jólaaðstoðar, þeir hafa verið að fá minna. Minna af mat í úthlutunum og þar sem að þau fá styrki í formi Bónuskorts eða eitthvað slíkt þá fá þau minna fyrir peninginn af því að vörurnar hafa einfaldlega hækkað.
Stór hópur í samfélaginu sem virkilega kvíðir jólunum
Þannig að já, það er stór hópur í samfélaginu sem bara virkilega kvíðir jólunum og veit ekki hvernig það á að gefa börnunum sínum jólagjafir. Það er okkar tilfinning að þetta séu erfiðari jól en oft áður.“ Segir Ásta Þórdís Skjalddal samhæfingarstjóri PEPP, grasrótarsamtaka fátækra á Íslandi í viðtali við Rúv.
Discussion about this post