Mikill erill var hjá lögreglu í kvöld/nótt. Alls eru 116 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan 19:00-05:00 og fangageymsla á Hverfisgötu full, hér að neðan eru nokkur af þeim málum sem komu á borð lögreglunnar:
Lögreglustöð 1 Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes
Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi í hverfi 101.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og án gildra ökuréttinda.
Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna aðila í annarlegu ástandi í miðborginni.
Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna aðila sem svaf ölvunarsvefni við jólakisuna á Lækjartogi. Aðilinn vakinn og gekk sína leið.
Ökumaður handtekinn grunaður um ölvun við akstur.
Þó nokkrar tilkynningar um hópslagsmál í miðborginni.
Nokkrir aðilar kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborgar.
Tilkynnt um innbrot í bifreið.
Þá sinnti lögregla þó nokkrum tilkynningum um tónlistarhávaða.
Lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt
Tilkynnt um aðila með óspektir á almannafæri og að raska frið almennings. Kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar.
Tilkynnt um hugsanlega ölvaðan ökumann sem var búinn að aka utan í bifreið tilkynnanda. Aðilinn var handtekinn og vistaður í þágu rannsókn málsins.
Nokkrar tilkynningar um aðila í annarlegu ástandi.
Stöð 2 – Hafnarfjörður Garðabær
Tilkynnt um þjófnað. Málið í rannsókn hjá lögreglu.
Tilkynnt um líkamsárás. Málið í rannsókn hjá lögreglu.
Þá sinnti lögregla þó nokkrum aðstoðarbeiðnum og hávaðaútköllum.
Stöð 4 – Grafarvogur Árbær Mosfellsbær
Tilkynnt um umferðaróhapp, þá hafði ökumaður bifreiðarinnar ekið á ljósastaur og komið sér af vettvangi. Aðilinn fannst svo stuttu síðar. Málið í rannsókn hjá lögreglu.
Tilkynnt um hund sem var að valda miklu ónæði.
Þá sinnti lögregla þó nokkrum aðstoðarbeiðnum og hávaðaútköllum.