
Karlmaður sem var handtekinn í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í húsi við Auðbrekku í Kópavogi í fyrrinótt er laus úr haldi.
Í gær var tæknideild lögreglu við eldsupptakarannsókn á vettvangi, en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Myndin er af brunanum í fyrrakvöld sem slökkvilið tók . Eins og sjá má var mikill eldur strax þegar við komu slökkviliðs á staðinn en það má þakka eldvörnum að ekki fór verr og eldurinn náði ekki að dreifa sér.
Eldur var að mestu í einu herbergi sem gerði það að verkum að fólk komst út. Slökkvilið aðstoðaði 3 einstaklinga út úr þessum bruna og fór þetta eins vel og það gat farið að sögn slökkviliðs.
Umræða