Alvarlegt umferðarslys varð fyrir stuttri stundu við Kaplakrika í Hafnarfirði, fjöldi lögreglu og sjúkrabíla voru á vettvangi auk tækjabíls slökkviliðs.
Uppfært 5.3.2023: Harður árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns, fimm manns í bifreiðunum og öll flutt á slysadeild til skoðunar en líklega lítið slösuð. Bifreiðarnar mikið skemmdar eftir áreksturinn. Ökumaður sem talinn er valdur af árekstrinum er grunaður um ölvun við akstur og hann vistaður í fangaklefa eftir skoðun á slysadeild.
—
Ekki er vitað um ástand ökumanna eða farþega og ekki eru birtar myndir af bílunum sem lentu í þessum harða árekstri af tillitsemi við þá sem eiga hlut að máli. Þá liggja tildrög slyssins ekki ljós fyrir að svo stöddu.
Umræða