Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára, hélt áfram í dag, en án árangurs.
Leitarmenn hafa nú lokið störfum í bili, en hlé verður gert á leitinni fram á mánudag nema að nýjar vísbendingar berist lögreglu. Líkt og í gær var leitað á og við Álftanes og tók fjölmenni þátt í leitinni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut áfram aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarmanna. Rétt eins og í gær var leitin mjög umfangsmikil, en m.a. var notast við þyrlu, dróna, báta og kafara.
Umræða