7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Sérsveitin leitar manns í Laugardal

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Sérsveitin og lögreglan leita manns eftir líkamsárás við Glæsibæ. Fórnarlambið sagði deili á árásarmanninum.

Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leita nú karlmanns sem grunaður er um að hafa ráðist á annan við Glæsibæ skömmu fyrir klukkan 16 í dag.

Vísir greindi fyrst frá málinu. Sá sem ráðist var á þekkti til árásarmannsins og gat sagt deili á honum, að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla leitar mannsins í kring um Glæsibæ og í nærliggjandi götum. Í dagbók lögreglu kemur fram að hníf hafi verið beitt við árásina.