Keypti miðann á bensínstöð
Það var stálheppinn viðskiptavinur sem lagði leið sína í N1 við Bíldshöfða í Reykjavík og keypti sér 10 raða lottómiða. Það reyndist svo sannarlega vera lukkumiði því að hann færir eiganda sínum vinning upp á 79.441.220 krónur.
Fjórir skiptu hins vegar á milli sín bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 227 þúsund kall í vasann, tveir miðanna voru keyptir í Reykjanesbæ, annar í Ungo við Hafnargötu en hinn í Olís við Vatnsnesveg.
Umræða