3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Christopher A L‘Amie, skipherra

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Christopher A L‘Amie, skipherra flugvélamóðurskipsins Prince of Wales, sem kom til hafnar í Reykjavík í morgun, auk Stephen Higham, skipherra breska herskipsins Richmond, í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð.

Prince of Wales hefur ekki áður komið í erlenda höfn og því er Reykjavíkurhöfn fyrsti erlendi áfangastaður skipsins. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs og Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs, sátu einnig fundinn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar en rætt var um getu þessara öflugu skipa og hlutverk þeirra í framtíðinni.

Fram kom á fundinum að breski sjóherinn áætlar að Prince of Wales verði við þjónustu a.m.k. næstu 55 árin.