• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Föstudagur, 2. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Arion banki viðurkennir brot og greiðir 80 milljónir í sekt

ritstjorn by ritstjorn
4. apríl 2023
in Fréttir, Innlent, Viðskipti
0
Share on FacebookShare on Twitter

Arion banki viðurkennir brot á banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja og greiðir 80 milljónir í sekt

Samkeppniseftirlitið hefur í dag gert sátt við Arion banka, þar sem bankinn viðurkennir að hafa brotið gegn banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja og greiðir 80 milljónir króna í sekt. Gerð er grein fyrir rannsókn og niðurstöðu málsins í ákvörðun nr. 4/2023, sem birt hefur verið á heimasíðu eftirlitsins.

Forsaga málsins er að á árinu 2017 gerði Arion banki sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar sem hófst í tilefni af kvörtunum smærri keppinautar. Gerð er grein fyrir sátt þessari í ákvörðun nr. 24/2017, Aðgerðir til að efla samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki. Í málinu skuldbatt bankinn sig til þess að grípa til ýmissa aðgerða og hlíta skilyrðum sem miðuðu m.a. að því að draga úr kostnaði sem viðskiptavinir verða fyrir þegar skipt er um veitanda fjármálaþjónustu. Var skilyrðunum þannig ætlað og stuðla að virkara samkeppnisaðhaldi af hálfu einstaklinga og lítilla fyrirtækja.

Samkvæmt 2. gr. sáttarinnar frá 2017 var lagt bann við uppgreiðslugjöldum á lánum til einstaklinga og lítilla fyrirtækja sem bera breytilega vexti. Við eftirfylgni Samkeppniseftirlitsins vegna sáttarinnar vöknuðu grunsemdir um að framkvæmd bankans samkvæmt þessu skilyrði væri ábótavant. Hóf Samkeppniseftirlitið því athugun á þessu í ágúst á síðasta ári. Lýkur henni með þeirri sátt sem kynnt er í dag.

Niðurstaða rannsóknarinnar er að Arion banki viðurkennir að hafa brotið gegn fyrrgreindu banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja sem bera breytilega vexti í tilteknum afmörkuðum tilvikum. Þannig kom í ljós að bankinn hafði í níu lánasamningum sem bera breytilega vexti kveðið á um uppgreiðslugjald eða ígildi þess. Þá innheimti bankinn uppgreiðslugjald í einu af þessum tilvikum.

Jafnframt fellst bankinn á að betur hefði mátt standa að upplýsingagjöf til viðskiptavina vegna 2. gr. sáttarinnar. Þannig báru verðskrár bankans ekki með sér umrætt bann við uppgreiðslugjöldum, auk þess sem þáverandi hlutaðeigandi lántakendum var ekki gerð sérstök grein fyrir áhrifum sáttarinnar á lánaskilmála þeirra.

Eins og framar greinir greiðir bankinn 80 milljónir í sekt vegna málsins. Það hefur verulega þýðingu við mat á fjárhæð sekta að Arion banki hefur sýnt ríkan samstarfsvilja og hefur það stytt rannsókn og málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt er litið til þess að þegar Samkeppniseftirlitið hóf athugun á háttseminni, greip bankinn fljótt til aðgerða svo áhrif hennar yrðu lágmörkuð. Auk þess hefur bankinn gripið til ýmissa aðgerða í því skyni að tryggja traustari framfylgni við 2. gr. sáttarinnar eftirleiðis.

Landsbankinn og Íslandsbanki gerðu sambærilegar sáttir og Arion banki um aðgerðir til að efla samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki árið 2017. Ákvörðun sú sem hér er kynnt tekur einvörðungu til Arion banka og beinist eingöngu að framfylgni bankans við 2. gr. sáttarinnar sem felur í sér bann við uppgreiðslugjöldum á lánum einstaklinga og lítilla fyrirtækja sem bera breytilega vexti.

Framangreindar sáttir við bankana frá 2017 hafa enn verulega þýðingu því með þeim er unnið gegn aðstæðum sem grafa undan heilbrigðri samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki. Þá eru skilyrðin til þess fallin, ásamt samkeppnislegu aðhaldi frá smærri og/eða sérhæfðum fjármálafyrirtækjum, að vinna gegn hættunni á þegjandi samhæfingu stóru viðskiptabankanna þriggja.

  • Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Björguðu sex manns úr vatni

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mótmæli við Alþingi – ,,Vanhæf ríkisstjórn“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?