Ef úrslit næstu kosninga verða í takt við nýja könnun um fylgi flokka sem Gallup gerði, þá er ríkisstjórnin fallin en hún mælist með aðeins 39% fylgi. Samfylkingin sem er stærsti flokkurinn með 25,1%, er langstærsti flokkurinn skv. könnuninni eins og í síðustu könnunum.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,3% eða 2,8 prósentustigum minna en Samfylkingin. Framsóknarflokkurinn er þriðji stærstur með 9,9% og Píratar eru með 9,4%. Viðreisn mælist með 9,1% og Vinstri græn með 7,1%.
Miðflokkurinn mælist með 6,3% og Flokkur fólksins 5,6 og Sósíalistar mælast með 5,1% í könnun Gallup en könnunin var gerð 1. mars til 2. apríl og var heildarúrtak 11.228 manns.
Umræða