PÜNK RVK – Restaurant
Gott andrúmsloft og afslöppuð stemming er það sem var upplifunin við að koma á Punk Restaurant við Hverfisgötu 20 í Reykjavík. Mikið var af fólki á staðnum og þrátt fyrir það, fengu allir lipra og góða þjónustu af mikilli fagmennsku.
Sagt er um Punk restaurant að þar komi saman brögð margra heimshorna á matseðli í blómlegri stemmingu og er það hverju orði sannara.
Matseðillinn er mjög áhugaverður og fjölbreyttur og umfram allt, mjög girnilegur.
Það er óhætt að segja að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi og í raun var erfitt að gera upp á milli girnilegra rétta.
,,Við höfum brennandi áhuga á að bjóða þér framúrskarandi mat og stórkostlega kokteila í andrúmslofti sem þú munt elska. Alþjóðleg fusion, steikur, fiskur, vegan og svo margt fleira. Alltaf borið fram af mikilli ást.“ Segir á heimasíðu Punk Rvk. og það er alveg rétt enda maturinn og stemmingin frábær.
Hér að neðan eru myndir sem segja meira en mörg orð og það er sannarlega hægt að mæla með að borða á þessum frábæra veitingastað, bæði matur, stemming og þjónusta er eins og hún getur best orðið. Starfsfólkið leggur sig allt fram við að gestir njóti alls þess sem veitingastaðurinn býður upp á og það skilar sér svo sannarlega í góðri upplifun. Hægt er að panta borð hér á heimasíðu Punk Rvk.
Þá er hægt að skoða myndir bæði á Instagram og Facebook hjá Punk Rvk.