Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.
Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 24. – 30. mars, en alls var tilkynnt um 25 umferðaróhöpp í umdæminu.
Miðvikudaginn 27. mars, skömmu eftir miðnætti, féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Spítalastíg í Reykjavík. Í aðdragandanum sagðist maðurinn að leigubíl hefði verið ekið óþægilega nærri honum og því hefði hann ákveðið að forða sér upp á gangstétt með fyrrgreindum afleiðingum. Morguninn eftir leitaði hjólreiðamaðurinn til læknis og reyndist þá rifbeinsbrotinn.
Fimmtudaginn 28. mars kl. 17.53 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á bifreiðastæði við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hann var fluttur á slysadeild.
Laugardaginn 30. mars, að næturlagi, var ekið á gangandi vegfaranda á Vesturgötu í Reykjavík, við Garðastræti. Málsatvik eru óljós, en vegfarandinn, sem var síðar fluttur á slysadeild, mundi lítt eftir atvikinu.