,,Ísland eins konar rafhlaða fyrir Evrópusambandið“
Almenningur er settur út í kuldann með því að setja orkupakkamálið fram sem þingsályktunartillögu og hæðst er að þeim sem reyna að koma athugasemdum sínum að um málið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í viðtali hjá Útvarpi Sögu en hann var þar gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.
Sigmundur Davíð áréttar að þeir fyrirvarar sem að sagðir eru vera varðandi Orkuppakka málið, haldi ekki þegar að á muni reyna og furðar sig á að neitunarvaldinu sé ekki beitt og Orkupakkanum hafnað. Hann benti á að fyrirvara um kjötinnflutning hefði ekki haldið gagnvart Evrópusambandinu frekar en í öðrum málum sem að snúa að því.
Aðspurður segir hann að hann sé hlyntur þjóðaratkvæðagreiðslu um Orkupakkann frekar en að hann sé bara samþykktur. Við séum að gefa eftir sem þjóð gagnvart Evrópusambandinu í málefnum er varða matvæli, fjármagnskerfið ofl. Hann segir að þjóðin komist sjálf að réttri niðurstöðu með því að kjósa um málin en ekki láta kerfið og sérfræðinga ákveða alla hluti.
Sérfræðingar og fræðimenn eigi að koma með tillögur o.þ.h. en ekki stjórna, þannig virki ekki lýðræðið, stjórnmálamenn verði að þora að stjórna en ekki láta kerfið og sérfræðinga stjórna okkar málum.
Ríkisstjórnin sem að nú situr, var ekki stofnuð um nein málefni og t.d. sé ekki farið eftir vilja grasrótar flokkanna eins og t.d. í Orkupakkamálinu en þar gengur Sjálfstæðisflokkurinn gegn vilja flokksmanna sem að kom fram á landsfundi.
Sigmundur bendir m.a. á að þegar eldri reynslumiklir stjórnmálamenn þvert á flokka séu að reyna að vara við afleiðingum orkupakkans séu viðbrögðin við því sérkennileg, ,,það er hæðst að þeim og sagt að þeir séu gamlir karlar sem séu eitthvað að röfla og að þeir séu bara liðin tíð“, segir Sigmundur.
Framtíðarsýnin ekki fögur ef orkupakkinn verður samþykktur