Stærstu kvótaþegarnir geta falið kvóta yfir löglegu þaki í boði Kristjáns Þórs
Á meðan grásleppubátar eru reknir í land í mokveiði þá er stórútgerðinni gefinn kostur á að koma sér undir kvótaþakið á 6 árum samkvæmt fyrstu viðbrögðum Kristjáns Þórs þegar upp komst að stærstu útgerðirnar voru búnar að brjóta lög gagnvart hámarki í kvóta. Þegar hann var spurður út í þetta atriði
í Katljósþætti þegar upp komst að ráðuneyti hans sem ber ábyrgð á að fylgja þessum lögum hefði ekki gert það. Bað hann þáttarstjórnandann bara um að vera rólegan. ,,Vertu bara rólegur, það á bara eftir að breyta lögunum“ sagði Kristján Þór, þegar lögbrotin uppgvötuðust.
Þetta er álíka gáfulegt og dómsmálaráðherra mundi hækka leyfilegt áfengismagn í blóði eftir að vinirnir hefðu verið teknir blindfullir á bíl. ,,Verið bara róleg, það á bara eftir að breyta lögunum til að gera glæpinn löglegan,“ þannig gæti sú yfirlýsing hljóðað.
Lögbrot í skjóli ráðherra?
Ekki er öll sagan sögð því í febrúar kynnti svo Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ,,drög að frumvarpi um breyttar skilgreiningar á því hvað teljist tengdir aðilar.“ Þetta frumvarp hefur nú verið dregið til baka, þannig að ekkert verður af því að skilgreining á tengdum aðilum komi fram. Allt fyrir vinina í stórútgerðinni.
Á sama tíma sker sjávarútvegsráðherra af strandveiðimönnum 1100 tonn eða niður í 10.000. Stjórnvöld eru ekki að vinna fyrir hinar dreifðu byggðir landsins, svo mikið er víst. Hér á Íslandi er dekrað við stóra kvótaþega sem borga til Sjáfstæðisflokksins og níðst á smábátasjómönnum á sama tíma. Er þetta eðlilegt?
Tíu stærstu útgerðir landsins eru með 53 prósent af kvótanum og innan þessa hóps eru aðilar sem eru tengdir þótt þeir séu það ekki samkvæmt ónýtum lögum um fiskveiðar sem eru hannaðar til að hilma yfir glæpnum eins og gert er fyrir opnum tjöldum og þar eru sum stærstu útgerðarfélögin sek án þess að á því sé tekið. Dekrað er við stóra kvótaþega á alla vegu og níðst á smábátasjómönnum og fjölskyldum þeirra með hreinu og beinu afkomuofbeldi. Þessu skulum við ekki gleyma eftir nokkra mánuði eða fyrr, þegar þessi viðbjóðslega óstjórn er frá.
Hér er ótrúleg grein sem ég var að lesa:
Kristján Þór Júlíusson var gerður að stjórnarformanni Samherja
https://gamli.frettatiminn.is/kristjan-thor-juliusson-var-gerdur-ad-stjornarformanni-samherja/