Góður gangur í Norðurá – Tryggvi Ársælsson, laxveiðimaður ánægður með opnunina
Norðurá opnaði í morgun og hefur verið góður gangur við veiðarnar í dag, veðrið var gott og ágætt vatn í ánni.
Tryggvi Ársælsson er einn af fastagestum í Norðurá en hann veiðir mikið öll sumur og hefur verið undanfarin ár mikið í Haffjarðará. Hér er hann með einn góðan og nýgengin lax fyrir neðan Laxfoss. Hann taldi að það hefðu komið um 10 laxar á fyrri vaktinni en hann var ekki búinn að heyra í öllum sem voru við veiðar.
Tryggvi Ársælsson með 10 punda lax sem tók Sunray Shadow.
Við opnun Norðurár í morgun var að venju boð um að hefja veiðar eins og við greindum frá og var það Þórunn sveinbjörnsdóttir, frá félagi eldri borgara sem að landaði, laxi við formlega opnun í morgun.
Laxinn tók á brotinu fyrir neðan Laxfoss, og reyndist vera 10 pund. Laxinn tók Rauða Frances. Annar lax kom einnig á land um sama leiti og var hann á Stokkhylsbrotinu.
Opnunin í ár hefur gengið að óskum og nóg af fiski í ánni og veðrið með besta móti.