8.8 C
Reykjavik
Sunnudagur - 5. febrúar 2023
Auglýsing

Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2018 er lokið. Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpnafjöldinn í ár í meðallagi eða yfir meðallagi í öllum landshlutum.
Rjúpu fjölgaði víðast hvar á landinu milli áranna 2017 og 2018. Þessi fjölgun var mjög áberandi á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Kyrrstaða eða fækkun var á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Í Þingeyjarsýslum var þéttleiki karra í vor sá þriðji hæsti frá því að talningar hófust árið 1981.
Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á ástæðum fjölgunar munu liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á afföllum rjúpna 2017 til 2018 og varpárangri í sumar.

Rjúpnatalningar 2018
Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2018 er lokið. Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Reglubundnar sveiflur í stofnstærð sem taka 10 til 12 ár hafa einkennt íslenska rjúpnastofninn. Þessar sveiflur hafa breyst í kjölfar friðunar 2003 og 2004 og samdráttar í veiði frá 2005 og er nú mun styttra milli hámarka en áður. Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpnafjöldinn 2018 í meðallagi eða yfir meðallagi í öllum landshlutum. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á ástæðum fjölgunar munu liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á afföllum rjúpna 2017 til 2018 og varpárangri í sumar.
Árlegri rjúpnatalningu á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands er lokið. Tíðarfar var mjög óhagstætt og tafði talningar, en rjúpur voru taldar á 33 svæðum í öllum landshlutum. Alls sáust 1822 karrar sem er 1−2% af áætluðum heildarfjölda karra í landinu samkvæmt stofnstærðarmati. Talningarnar voru unnar í samvinnu við náttúrustofur, Vatnajökulsþjóðgarð, Skotvís, Fuglarannsóknastöð Suðausturlands og aðra áhugamenn. Um 30 manns tóku þátt í talningunum að þessu sinni.
Víðast hvar fjölgaði rjúpu 2017 til 2018 og þessi aukning var mjög áberandi á Vestfjörðum og Norðvesturlandi (1. mynd og viðauki). Kyrrstaða eða fækkun var á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Í Þingeyjarsýslum var þéttleiki karra í vor sá þriðji hæsti frá því að talningar hófust árið 1981 (2. mynd).
Náttúruleg lengd stofnsveiflu íslensku rjúpunnar er 10 til 12 ár. Stofninn var í hámarki á Norðausturlandi vorin 1986 og 1998 (2. mynd). Verulega dró úr afföllum rjúpna friðunarárin 2003 og 2004 og stofninn óx. Á Norðausturlandi var stofninn í hámarki vorin 2005, 2010 og 2015, og nú er hann þar í mikilli uppsveiflu.
Stofnbreytingar í öðrum landshlutum hafa fylgt svipuðu mynstri. Þessar breytingar á lengd stofnsveiflunnar hafa komið verulega á óvart. Fyrir árið 2000 stóðu fækkunarskeið í 5 til 8 ár og fjölgunartímabil í 4 til 5 ár. Hámark var 1998 og næstu hámörk miðað við fyrri reynslu hefðu átt að vera 2010 og svo aftur um 2022. Reyndin er hins vegar sú að frá 1998 hafa komið þrír greinilegir toppar í fjölda rjúpna (2005, 2010 og 2015) og hafa verið aðeins liðlega 5 ár á milli þeirra og nú stefnir í fjórða hármarksárið á tiltölulega stuttum tíma. Ljóst er að rótækar breytingar hafa orðið á stofnvistfræði rjúpunnar eftir 2003 og stofnsveiflan líkt og við þekktum hana er ekki lengur til staðar hvað sem síðar verður.
Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna nú í sumar. Jafnframt munu þá liggja fyrir útreikningar á afföllum rjúpna 2017 til 2018 og mat á veiði haustið 2017. Þegar þessi gögn eru tilbúin verður hægt að fjalla um mögulegar ástæður þess að stofninn er nú víðast hvar í uppsveiflu.