,,Þetta var gaman, konan fékk lax og ég setti í tvo en náði svo þeim þriðja, bara gaman og frábært veður,, sagði Helgi Björnsson stórsöngvari en hann opnaði Norðurá í Borgarfirði ásamt eiginkonu sinni Vilborgu Halldórsdóttur og hún veiddi maríulaxinn sinn.
,,Stórkostlegt bara,, sagði Vilborg nokkrum mínútum eftir að hún glímdi og landaði laxinum langt fyrir neðan Brotið þar sem hún setti í laxinn sem var hennar fyrsti. ,,Ég veit ekki hvort ég fæ veiðidelluna,, sagði hún.
Byrjunin í ánni lofar góðu fyrir sumarið en að sögn Einar Sigfússonar sölustjóra árinnar en það veiddust 8 laxar í morgun og nokkrir sluppu af og fiskurinn er kominn alla leið upp að Glitstaðabrú.
,,Mér lýst vel á sumarið, vatnið er flott núna í ánni,, sagði Guðrún Sigurjónsdóttir á Glitsstöðum formaður Veiðifélags Norðurár um sumarið sem allir bíða eftir og byrjar á fullu krafti.
Mynd. Helgi Björnsson með flottan lax úr Norðurá. Mynd Helga Kristin Tryggvadóttir