• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 24. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Oft um 1.000 kr. munur á kílóverði af fiski

Hafið og Fiskbúð Suðurlands voru oftast með hæsta verðið

ritstjorn by ritstjorn
4. júní 2022
in Fréttir, Innlent, Neytendur
0
Share on FacebookShare on Twitter

Oft var töluverður munur á kílóverði af fiskmeti í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var miðvikudaginn 4. maí. Algengast var að 20-40% munur væri á kílóverði af fiski í könnuninni. Í 13 tilfellum af 27 var 600-800 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði og í jafn mörgum tilfellum nam verðmunurinn 900-1.200 krónum. Sem dæmi um mikinn verðmun má nefna 58% mun á hæsta og lægsta kílóverði af þorskflökum, 107% mun á kílóverði af rauðsprettuflökum, 65% mun á kílóverði af fiskrétti með löngu og 52% mun á kílóverði af plokkfiski.

Litla fiskbúðin Helluhrauni var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 18 tilfellum. Næst oftast var Fiskbúð Sjávarfangs á Ísafirði með lægsta verðið, í 4 tilfellum. Hafið og Fiskbúð Suðurlands voru oftast með hæsta verðið, í 10 tilfellum hvor um sig.

Verðtökufólki verðlagseftirlitsins var meinað að taka niður verð hjá eftirfarandi fyrirtækjum: Fiskbúðinni Hafberg, Fiskbúð Fúsa, Fiskbúðinni Vegamót, Fylgifiskum Nýbýlavegi og Melabúðinni. Að neita þátttöku í verðkönnun samræmist ekki sjálfsögðum rétti neytenda að fá skýrar og skilmerkilegar upplýsingar um verð vöru og þjónustu á sölustað. Framganga sem þessi vekur upp spurningar um af hverju fyrirtæki telji hagsmunum sínum betur borgið með því upplýsa neytendur ekki um verð.

107 % verðmunur á rauðsprettuflökum og 188 % á þurrkaðri ýsu með roði
Mestur verðmunur á ferskum fiski í könnuninni reyndist vera 107 % munur á hæsta og lægsta kílóverði á rauðsprettuflökum með roði. Skagafiskur Akranesi var með hæsta verðið 3.490 kr./kg og Litla Fiskbúðin Helluhrauni lægsta verðið 1.690 kr./kg.

Töluverður verðmunur gat verið á algengum vörutegundunum en þar má nefna 31% mun á hæsta og lægsta kílóverði af ýsuflökum, roðlausum og beinlausum þar sem lægsta verðið var hjá Litlu Fiskbúðinni á 2.290 kr./kg en hæsta verð 2.990 kr./kg mátti finna í fimm verslunum. Þorskflök, roðlaus og beinlaus, voru ódýrust hjá Litlu Fiskbúðinni á 1.890 kr./kg en dýrust hjá Skagafiski Akranesi og Fiskbúð Suðurlands Selfossi, 2.990 kr./kg og sem gerir 58 % verðmun. Laxaflök með roði/beinlaus voru með 32 % verðmun ódýrust í Litlu Fiskbúðinni á 2.790 kr./kg og dýrust í Hafið Fiskverslun og Fisk kompaní Akureyri á 3.690 kr./kg.

Einnig vekur athygli mikill verðmunur á harðfisk milli verslana. Sem dæmi er 188% munur á hæsta og lægsta kílóverði á þurrkaðri ýsu með roði þar sem Fiskbúðin Mosfellsbæ var með hæst verð 15.500 kr./kg og Fiskbúð Suðurlands Selfossi með lægsta verð, 5.380 kr./kg. Þá reyndist vera 100% verðmunur á þurrkuðum Steinbít með roði. Hæsta verðið var hjá Fiskbúðinni Trönuhrauni, 17.500 kr./kg en það lægsta hjá Fiskbúð Sjávarfangs Ísafirði, 8.750 kr./kg.

Mesti verðmunur á meðlæti í könnuninni var á íslenskum Ggullauga kartöflum eða 171% en í krónum talið var verðmunurinn 498 kr./kg. Ódýrastar voru kartöflurnar á 292 kr./kg hjá Fjarðarkaup en dýrastar hjá Hafið Fiskverslun á 790 kr./kg.

HÉR ER HÆGT AÐ SKOÐA VERÐKÖNNUNINA

Discussion about this post

  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Hamingjan er lífstíll sem fólk velur sér

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?