• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 9. nóvember 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Síldarvinnslan og Samherji hætta við viðskipti vegna skoðunar Samkeppniseftirlitsins

Rannsókninni sjálfhætt vegna Síldarvinnslunnar, Samherja og Ice Fresh Seafood

Rannsókn laut m.a. að stjórnunar- og eignatengslum - Tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
4. júní 2024
in Fréttir, Innlent, Viðskipti
A A
0

Rannsókn fellur niður

Fyrr í dag afturkallaði Síldarvinnslan samrunatilkynningu sem varðaði kaup fyrirtækisins á helmingshlut í Ice Fresh Seafood af Samherja. Fullnægjandi samrunatilkynning barst hinn 9. febrúar 2024 og hófst þá rannsókn á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Með afturköllun tilkynningarinnar í dag er rannsókninni sjálfhætt, þar sem fyrir liggur að ekki verður af hlutaðeigandi samruna.

Eðli máls samkvæmt og í samræmi við lögbundnar skyldur sínar tók Samkeppniseftirlitið samrunann til rannsóknar. Með frétt á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins þann 28. febrúar sl. gerði eftirlitið grein fyrir rannsókninni og gaf öllum færi á því að koma á framfæri umsögnum, athugasemdum og/eða sjónarmiðum um viðskiptin.

Rannsókn laut m.a. að stjórnunar- og eignatengslum

Í áðurgreindri frétt gerði eftirlitið m.a. grein fyrir því að liður í rannsókninni væri að ganga úr skugga um eignar- og stjórnunarleg tengsl fyrirtækjanna og hvort breytingar á yfirráðum væru víðtækari en samrunatilkynningin gæfi til kynna. Hvernig yfirráðum er háttað er almennt lykilatriði í samrunamálum. Þannig var m.a. til skoðunar hvort félögin væru þegar (eða yrðu með samrunanum) svo tengd innbyrðis að líta bæri á þau sem eitt og sama fyrirtækið (í samkeppnisrétti nefnt ein efnahagsleg eining).

Eftir nánari athugun tilkynnti Samkeppniseftirlitið samrunaaðilum þann 14. mars sl. að nauðsynlegt væri að rannsaka samrunann frekar, þ.e. að færa beri rannsóknina á svokallaðan annan fasa. Gerð var grein fyrir þessu með frétt á heimasíðu eftirlitsins þann 27. mars sl. Jafnframt voru frestir til umsagna framlengdir.

Óskað upplýsinga og gagna

Að undangenginni frekari rannsókn átti Samkeppniseftirlitið fund með samrunaaðilum þann 29. apríl sl. Á fundinum óskaði Samkeppniseftirlitið eftir upplýsingum um tiltekin atriði, í því skyni að stuðla að markvissri frekari gagnaöflun og þannig flýta málsmeðferðinni. Forstjóri Síldarvinnslunnar og lögmenn svöruðu spurningum eftirlitsins og veittu margvíslegar upplýsingar á fundinum. Á fundinum gerði Samkeppniseftirlitið jafnframt grein fyrir stöðu rannsóknarinnar og veitti upplýsingar um málsmeðferðina.

Í framhaldi af fundinum sendi Samkeppniseftirlitið samrunaaðilum rökstudda beiðni um frekari upplýsingar. Þar óskaði Samkeppniseftirlitið eftir nánari upplýsingum og gögnum um starfsemi Ice Fresh Seafood, aðstæður á markaði, samstarf samrunaaðila, skjölum um viðskiptin sem vísað hafði verið til en ekki höfðu verið afhent, ásamt upplýsingum um sölunet og félög fyrirtækjanna erlendis. Jafnframt var óskað eftir tilteknum innanhússgögnum er vörðuðu einkum aðdraganda viðskiptanna. Þá var óskað eftir því að Síldarvinnslan léti eftirlitinu í té innanhússgögn um samskipti stjórnenda félaganna sem í hlut eiga, sem varpa myndu nánara ljósi á tengsl þeirra.

Tilkynning afturkölluð áður en öll gögn höfðu verið afhent

Í framhaldi af frekari samtölum og fundi með samrunaaðilum hefur hluti umbeðinna gagna borist. Hins vegar fengu samrunaaðilar viðbótarfrest til þess að skila hluta gagnanna, þ. á m. innanhússgögnum sem varpa nánara ljósi á samskipti og tengsl félaganna. Frestur til að skila þessum gögnum var gefinn til loka þessarar viku, eða til föstudagsins 7. júní.

Með afturköllun samrunatilkynningarinnar í dag eru forsendur brostnar til frekari rannsóknar í þessu máli. Hefur verið óskað eftir því af hálfu samrunaaðila að veittum gögnum í málinu verði skilað. Samkeppniseftirlitið mun svara þeirri beiðni á næstunni, í samræmi við gildandi lagafyrirmæli.

Í tilkynningu stjórnar Síldarvinnslunnar til fjölmiðla er því haldið fram að Samkeppniseftirlitið hafi farið offari við skoðun málsins og að gagnabeiðnir hafi ekki verið í samræmi við umgjörð viðskiptanna. Þessi fullyrðing stjórnar Síldarvinnslunnar er röng að mati Samkeppniseftirlitsins þegar horft er til lögbundins hlutverks stofnunarinnar, meðferðar málsins, þeirra leiðbeininga sem samrunaaðilum hafa verið veittar og gagnaöflunar í öðrum samrunamálum.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Sala ríkisins á Íslandsbanka og erindi Arion banka um sameiningu

    Fjármálaráðherra vill að HS Orka, Bláa Lónið ofl. greiði varnargarða

    13 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Saksóknari handtekinn og færður í fangageymslu

    25 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • Stóra vandamálið á húsnæðismarkaði er skipulagt ofbeldi

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Íslendingur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð

    17 deilingar
    Share 7 Tweet 4
  • Gefa einn og hálfan milljarð til Úkraínu

    7 deilingar
    Share 3 Tweet 2
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?