48 ríkisforstjórar fá launahækkun frá Kjararáði
Kjararáð sem lagt hefur verið niður, gekk frá hækkunum hjá 48 forstjórum, 10 vinnudögum áður en því var gert að hætta starfsemi sinni. Formaður kjararáðs var Jónas Þór Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Landsvirkjunar.
,,Ár 2018, fimmtudaginn 14. júní, var fundur í kjararáði í Skuggasundi 3 í Reykjavík haldinn af Jónasi Þór Guðmundssyni, Huldu Árnadóttur og Svanhildi Kaaber. Fyrir var tekið: Að ákveða laun og starfskjör fyrir ýmis störf sem heyra undir kjararáð
Fram hefur komið að Alþingi samþykkti 11. júní 2018 að lög nr. 130/2016 um kjararáð falli úr gildi 1. júlí 2018 og lýkur þar með starfsemi ráðsins.
Í ljósi þessa og fjölda fyrirliggjandi mála hjá ráðinu ákveður því kjararáð nú í einum úrskurði laun fyrir 48 einstök störf.
Kveðið er á um mánaðarlaun og einingar fyrir störfin. Úrskurðurinn leiðir til þess að laun fyrir þau störf sem hér er fjallað um breytast mismikið, en vegin meðaltalshækkun er um það bil 10,8%. Að teknu tilliti til þess innbyrðis samræmis sem kjararáði ber að hafa að leiðarljósi og áður er getið og með hliðsjón af öðru því sem að framan er rakið hefur kjararáð ákveðið að laun og önnur starfskjör fyrir þau störf sem gerð er grein fyrir í kafla III hér að framan skuli vera sem segir í ákvörðunarorði.“ Segir í síðustu fundargerð Kjararáðs eftir að ljóst var að það ætti að leggja það niður.
Í gær fjölluðum við um ríflegar hækkanir til ríkisforstjóra sem hafa orðið á sama tímabili sem að spannar u.þ.b. ár sem að ekki hefur verið hægt að semja við ljósmæður. Hægt er að lesa um úrskurði sem voru kveðnir upp af Kjararáði á hinum hinsta fundi þess, neðar í fréttinni og fleiri fréttir tengdar Kjararáði.
Hér er skjáskot vegna fréttar í gær af kjaradeilu ljósmæðra en mun erfiðara hefur verið að semja um laun þeirra en annara stétta eins og kunnugt er :
https://gamli.frettatiminn.is/2018/07/03/ekki-haegt-ad-semja-vid-ljosmaedur-laun-rikisforstjora-haekkud-um-65-105/
Ákvörðunarorð
Mánaðarlaun forstjóra Einkaleyfastofunnar skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 135, nú 925.856 krónur. Að auki skal greiða honum 20 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun forstjóra Matvælastofnunar skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 137, nú 989.836 krónur. Að auki skal greiða honum 35 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun forstjóra Neytendastofu skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 135, nú 925.856 krónur. Að auki skal greiða honum 25 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun forstjóra Samkeppniseftirlitsins skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 142, nú 1.170.443 krónur. Að auki skal greiða honum 50 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun forstjóra Persónuverndar skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 137, nú 989.836 krónur. Að auki skal greiða honum 20 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun forstjóra Landhelgisgæslu Íslands skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 142, nú 1.170.443 krónur. Að auki skal greiða honum 35 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 142, nú 1.170.443 krónur. Að auki skal greiða honum 45 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, ÁTVR skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 142, nú 1.170.443 krónur. Að auki skal greiða honum 30 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun fjársýslustjóra skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 142, nú 1.170.443 krónur. Að auki skal greiða honum 35 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun forstjóra Ríkiskaupa skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 136, nú 957.296 krónur. Að auki skal greiða honum 25 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun ríkisskattstjóra skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 142, nú 1.170.443 krónur. Að auki skal greiða honum 35 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun skattrannsóknarstjóra skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 137, nú 989.836 krónur. Að auki skal greiða honum 35 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Mánaðarlaun tollstjóra skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 142, nú 1.170.443 krónur. Að auki skal greiða honum 25 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir og innheimtulaun eins og verið hefur.
Mánaðarlaun formanns yfirskattanefndar skulu vera samkvæmt launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 137, nú 989.836 krónur. Að auki skal greiða honum 40 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgir.
Tengdar fréttir:
https://gamli.frettatiminn.is/2018/07/03/ekki-haegt-ad-semja-vid-ljosmaedur-laun-rikisforstjora-haekkud-um-65-105/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/06/12/althingi-lagdi-kjararad-nidur-i-gaerkvold/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/06/03/kjararad-lagt-nidur/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/06/06/kjararad-kaert-fyrir-meintar-ologlegar-launahaekkanir-a-ofurlaun/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/02/28/gudni-th-johannesson-afthakkar-haekkun-kjararads-biskup-lagdist-baen-um-haekkun/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/01/19/urskurdir-kjararads-teknir-til-skodunar/