Í auglýsingunni um starfið segir m.a. að um fullt starf sé um að ræða frá 1. ágúst 2019 út janúar 2021
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var á meðal umsækjenda um starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna en alls sóttu 45 um starfið. Þetta kom fram á vef Reykjavíkurborgar.
Verkefnastjórinn kemur til með að vinna að undirbúningi hátíðarinnar í samráði við stjórn verkefnisins og Evrópsku kvikmyndaakademíuna. EFA – European Festivals Associations eru samtök helstu listahátíða heims. EFA hafa skrifstofur í Brussel og njóta sérstaks stuðnings Evrópusambandsins
Samtökin þykja mjög virt, og eru gerðar ríkar kröfur til innihalds, stjórnunar og listræns metnaðar þeirra hátíða sem hljóta þar inngöngu. Ragnheiður Elín Árnadóttir vann sem sérfræðingur í orkumálum, hjá bandaríska fyrirtækinu The Atlantic Council áður en hún sótti um starfið hjá EFA.
Meðal annarra umsækjenda eru Kolbrún K. Halldórsdóttir leikstjóri, Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, Grímur Atlason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland Airwaves og Inga Björk Sólnes, kvikmyndagerðarkona.
Ragnheiður Elín og Grímur Atlason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland Airwaves voru boðuð í lokaviðtöl.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða veitt í Hörpu í desember 2020.
Umsækjendurnir 45 voru:
Aðalheiður Dögg Finnsd. Helland – Framkvæmdastjóri
Anna Katrín Guðmundsdóttir – Verkefna- og viðburðastjóri
Arnbjörn Ólafsson – Forstöðumaður
Ása Fanney Gestsdóttir – Menningarstjórnandi
Ásmundur Jónsson – Framkvæmdastjóri og útgefandi
Ásta Sól Kristjánsdóttir – Framkvæmdastjóri
Berglind Rún Torfadóttir – Virkniþjálfi
Birna Hafstein – Formaður Félags íslenskra leikara
Bryndís Pjetursdóttir – Verkefnastjóri
Carolina Salas Munoz – Framleiðandi og verkefnisstjóri
Desirée Dísa Ferhunde Anderiman – Verkefnastjóri
Elva Guðrún Gunnarsdóttir – Efnahags- og viðskiptafulltrúi
Erna Ýr Guðjónsdóttir – Ljósmyndari
Greipur Gíslason – Ráðgjafi
Grímur Atlason – Verkefnastjóri
Guðný Káradóttir – Ráðgjafi
Guðrún Helga Jónasdóttir – Dagskrárstjóri heimildamynda/Verkefnastjóri
Halldór Gunnlaugsson – Viðskiptafræðingur
Heiðrún Þráinsdóttir – Svæðisstjóri
Hjörtur Grétarsson – Framkvæmdastjóri
Inga Björk Sólnes – Kvikmyndagerðarkona
Ingi Thor Jónsson – Viðburðastjóri
Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson – Sviðlistamaður og listrænn framleiðandi
Jónína Sigríður Pálsdóttir – Verkefnastjóri
Kolbrún K Halldórsdóttir – Leikstjóri
Linda Björk Sumarliðadóttir – Verkefnastjóri
Lovísa Óladóttir – Framkvæmdastjóri
Marta Monika Kolbuszewska – Rekstrarstjóri
Ottó Davíð Tynes – Heimspekingur
Óðinn Albertsson – Verkefnisstjóri MPM, IPMA-C
Ragnheiður Elín Árnadóttir – Fv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Rúrí Sigríðardóttir Kommata – Þjónustufulltrúi og aðstoðarsýningastjóri
Sandra Stojkovic Hinic – Verkefnastjóri
Sigríður Agnes Jónasdóttir – Deildarstjóri viðburða
Sigríður Inga Þorkelsdóttir – Markaðsfulltrúi
Sigrún Gréta Heimisdóttir – Innanhúsarkitekt
Sigurður Kaiser Guðmundsson – Framkvæmdastjóri og sviðshönnuður
Svanhildur Sif Halldórsdóttir – Yfirritstjóri
Laus staða verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar óska eftir verkefnastjóra.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (EFA) verða veitt í Hörpu í desember 2020. Verkefnið er viðamikið samstarfsverkefni ríkis og borgar og er hátíðin haldin í nánu samstarfi og samráði við Evrópsku kvikmyndaakademíuna.
Verkefnastjóri Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna heldur utan um alla þræði verkefnisins í samráði við stjórn verkefnisins og Evrópsku kvikmyndaakademíuna.
Ráðgert er að í aðdraganda hátíðarinnar fari fram fjölmargir hliðarviðburðir tengdir evrópskum kvikmyndum og kvikmyndagerð. Markmiðið er einnig að markaðssetja Ísland og Reykjavík sem áfangastað fyrir ferðamenn og tökustað fyrir kvikmyndir, kynna íslenska kvikmyndagerð og menningu og síðast en ekki síst að beina athyglinni að Hörpu sem glæsilegu viðburðahúsi á heimsmælikvarða.
Um fullt starf er að ræða frá 1. ágúst 2019 út janúar 2021 en möguleiki á því að byrja í hálfu starfi fyrr.
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnastjóri hefur heildarumsjón með undirbúningi Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Verkefnastjóri vinnur samkvæmt fyrirliggjandi verkefna- og fjárhagsáætlun og ber faglega og rekstrarlega ábyrgð gagnvart stjórn verkefnisins.
Verkefnastjóri leiðir saman samstarfsaðila, heldur utan um samningagerð, aflar styrkja og gætir að því að ímynd verkefnisins sé í samræmi við þær áherslur sem fram hafa verið settar um markmið og tilgang verkefnisins.
Hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi.
Reynsla af því að skipuleggja og stýra viðamiklum verkefnum eða viðburðum.
Þekking og reynsla af menningarstarfi og markaðs- og kynningarmálum.
Reynsla af alþjóðlegu samstarfi.
Góð reynsla af rekstri og samninga- og áætlanagerð.
Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagsfærni.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Hæfni til að vinna undir álagi og geta til að sinna mörgum verkefnum í einu.
Góð íslenskukunnátta er kostur og hæfni til þess að tjá sig á ensku í ræðu og riti skilyrði.