Rodrigo Duterte forseti Filipseyja hefur látið eyðileggja glæsibifreiðar og mótorhjól að verðmæti 5.5 milljón dollara eða rúmlega hálfan milljarð íslenskra króna.
Á myndbandinu eru 76 glæsibifreiðar, sem voru í eigu eiturlyfjasmyglara auk mótorhjóla eyðilögð. M.a. var um að ræða Lamborghini bíla, Mercedes-Benz, Mustang og Porsche svo einhverjar tegundir séu nefndar.
Farartækin voru öll eyðilögð s.l. mánudag en þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lúxusbílar dópsala eru eyðilagðir, það gerðist líka í febrúar þegar að 30 bílum var rústað. Mun forsetinn halda áfram að eyðileggja bíla svo fremi að upp komist um glæpamennina. En til þessa hefur hann látið aflífa alla eiturlyfjasala í landinu.
Forsetinn hefur frá árinu 2016 verið í hörðu stríði við glæpagengi og hefur sagt að ef að hann nái ekki ásættanlegum árangri í því aðkoma á lögum og reglum, muni hann segja af sér embætti.
Umræða