Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er spáð fremur hægum vindi og vætu í flestum landshlutum. Líkur eru á súld og þokumóðu fram eftir degi, einkum norðvestanlands. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig og má reikna með að hlýjast verði á Norðausturlandi. Í kvöld kemur lægð upp að landinu úr suðri og fer að hvessa suðaustanlands. Þar er spáð stormi í nótt, vestan Öræfa, með talsverðri rigningu. Á morgun er útlit fyrir áframhaldandi austanátt með vætu víðast hvar, einkum um austanvert landið, en snýst í sunnanátt um kvöldið og dregur úr úrkomu.
Seinna í vikunni er meinlaust veður í kortunum: Fremur hægur vindur og rigning með köflum, en stefnir í hlýnandi veður og bjart um norðaustanvert landið um helgina.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðausturland
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað og úrkomulítið, en bætir smám saman í vind í dag. Fer að rigna sunnan- og vestantil í kvöld en hvessir með suðausturströndinni, NA 13-18 þar seint í kvöld.
Austan og norðaustan 10-23 í nótt, hvassast í og vestan Öræfa. Talsverð rigning SA-til, en annars úrkomuminna. Snýst í sunnan 3-10 og dregur úr úrkomu undir hádegi á morgun, fyrst syðst og léttir til um NA-vert landið seinnipartinn. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðlæg átt 3-10 m/s. Rigning með köflum og hiti 8 til 12 stig, en þurrt og bjart norðaustanlands með hita á bilinu 12 til 18 stig.
Á föstudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Dálítil væta vestantil, annars þurrt að kalla. Hiti víða 10 til 15 stig.
Á laugardag:
Vestlæg átt, 3-10. Allvíða skúrir, einkum síðdegis, en þurrt að kalla austanlands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestantil, annars þurrt og bjart með köflum. Hlýnandi veður á Norðausturlandi, annars lítil breyting í hita.
Spá gerð: 04.08.2020 08:26. Gildir til: 11.08.2020 12:00.