Hlutfall atvinnulausra var 4,0% í júní 2022 samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,8% og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 76,6%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 0,5 prósentustig á milli mánaða á meðan hlutfall starfandi dróst saman um 1,4 prósentustig. Árstíðaleiðrétt leitni atvinnuleysis hefur lækkað um 0,7 prósentustig síðustu sex mánuði á meðan leitni hlutfalls starfandi hefur aukist um 0,4 prósentustig.
Um gögnin
Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir júní 2022 ná til fimm vikna frá 29. maí til og með 2. júlí. Í úrtak völdust af handahófi 1.912 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára með lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.880 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 1.046 einstaklingum sem jafngildir 55,6% svarhlutfalli.
Umræða