Þróað hefur verið snjallforrit í farsíma með einföldum skanna sem sannreynir stafræn ökuskírteini sem áður var auðvelt að falsa
Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis skal kjósandi, sem greiða vill atkvæði utan kjörfundar, gera kjörstjóra grein fyrir sér, svo sem með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjóra. Þannig er það lagt í mat kjörstjóra að meta hvort kjósandi hafi gert nægilega góða grein fyrir því hver hann sé.
Almennt gera menn grein fyrir sér með framvísun skírteina með mynd s.s. ökuskírteinis eða nafnskírteinis og vegabréfa en það má einnig gera á annan hátt s.s. ef kjörstjóri ber kennsl á kjósanda. Til að tryggja öryggi stafrænna ökuskírteina er meðal annars í þeim einkvæmur tölvulesanlegur kóði sem aðeins er gildur í 60 sekúndur í einu. (Var áður 30 sek.) Hægt er að skanna þennan kóða og sannreyna þannig réttmæti upplýsinganna.
Þróað hefur verið snjallforrit í farsíma með einföldum skanna sem sannreynir stafræn ökuskírteini. Starfsfólk á kjörstöðum hefur nú þegar tekið þennan skanna í notkun.
Allir sýslumenn hafa þennan skanna til að sannreyna stafræn ökuskírteini. Með slíkum skanna er gengið úr skugga um að um ófalsað skírteini sé að ræða. Því er ekki ástæða til annars en að slík skírteini séu tekin til greina þegar kjósandi gerir kjörstjóra grein fyrir sér.