Hugleiðingar veðurfræðings
Hæg breytileg átt í dag, en austan gola eða kaldi syðst á landinu. Skýjað með köflum og hiti 8 til 14 stig, en allvíða léttskýjað norðanlands með hita að 18 stigum. Áfram hægur vindur á morgun og víða bjartviðri, en þó eru allvíða líkur á þokubökkum við ströndina eins og algengt er þegar milt loft liggur yfir landinu. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast inn til landsins.
Veðuryfirlit
Skammt V af Írlandi er 993 mb lægðasvæði sem hreyfist lítið. 500 km A af Jan Mayen er 1033 mb hæð sem fer hægt S, en á Grænlandshafi er nærri kyrrstæð og minnkandi 1026 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt, en austan 5-10 m/s syðst á landinu. Skýjað með köflum, en yfirleitt léttskýjað norðanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. Víða bjart veður á morgun, en sums staðar þokubakkar við ströndina. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðurlandi.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, hiti 9 til 13 stig. Yfirleitt léttskýjað á morgun og hiti 12 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað, en þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á suðvestanverðu landinu.
Á miðvikudag:
Áfram hæg austlæg eða breytileg átt og bjartviðri, en skýjað og lítilsháttar rigning eða súld austantil á landinu. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Á fimmtudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt. Svolítil væta á vestanverðu landinu, en yfirleitt þurrt og bjart annars staðar. Hiti 11 til 17 stig.
Á föstudag:
Vestan 3-10, hvassast við norðurströndina. Skýjað og dálítil rigning um landið vestan- og norðanvert, en bjartviðri suðaustan- og austanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á laugardag:
Hægviðri og víða léttskýjað, en líkur á þoku við austurströndina. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suður- og Vesturlandi.