Við opnun á Iðnaðarsýningunni 2023 flutti forseta Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarp ásamt þeim Árna Sigurjónssyni, formanni SI og Ólafi M. Jóhannessyni framkvæmdarstjóra sýningarinnar.
Forseti Íslands opnaði sýninguna formlega og skoðaði bása hjá sýnendum sýningarinnar og átti gott spjall við þá sem þar voru í forsvari. Mikil og góð stemmning var á Iðnaðarsýningunni 2023 í Höllinni og gífurleg aðsókn.
Á annað hundrað fyrirtæki kynntu vörur og þjónustu á sýningunni sem var í alla staði glæsileg og haldin af Ritsýn sf. sem hefur í 26 ár sérhæft sig í fagsýningum. Má þar nefna sjávarútvegs-, landbúnaðar-, heilsu- og stóreldhúsasýningar.
Fram kemur í tilkynningu frá Ritsýn að Samtök iðnaðarins séu samstarfsaðili sýningarinnar. Innan samtakanna eru um 1.400 fyrirtæki. Samkvæmt hagtölum skapar iðnaðurinn rúmlega fimmtung landsframleiðslunnar.
Á iðnaðarsýningunni var meðal annars lögð áhersla á að kynna mannvirkjagerð, orku, innviði, vistvænar lausnir og hönnun.