-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Eitt Covid smit á Patreksfirði og fimm á Ísafirði

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Einn smitaður á Patreksfirði og níu í sóttkví

Einn einstaklingur er smitaður af kórónaveirunni og níu eru komin í sóttkví af þeim sökum á Patreksfirði. Hópurinn er blanda af heima- og aðkomufólki.  Fólk hefur verið duglegt að koma í sýnatöku og fara í einangrun þegar einkenni sem gætu bent til kórónaveirusmits láta á sér kræla.
Eins og verið hefur, eru takmarkanir á heimsóknum á sjúkrahúsið og hjúkrunarrýmin. Gestir, bæði þar og á heilsugæslu, þurfa einnig að bera grímur.
Fimm ný smit á Ísafirði, öll í sóttkví
Fimm ný smit voru staðfest í lok vikunnar á Ísafirði. Öll hin smituðu voru í sóttkví og er uppruni smitanna þekktur. Á grunni þessara niðurstaðna hafa 16 verið send í sóttkví til viðbótar. Fjórir starfsmenn stofnunarinnar eru meðal þeirra sem eru í sóttkví en þjónusta hefur verið tryggð.